Pete Wentz

(Endurbeint frá Peter Wentz)

Peter Lewis Kingston Wentz III (fæddur 5. júní 1979 í Wilmette í Illinois í Bandaríkjunum) er bassaleikari, aukasöngvari og textahöfundur hljómsveitarinnar Fall Out Boy.

Pete Wentz

Pete Wentz ólst upp í Wilmette, Illinois, úthverfi Chicago, Illinois. Hann gekk í New Trier Township High School og North Shore Country Day School þar sem hann var all-state fótbolta spilari. Eftir að hafa útskifast úr menntaskóla í 1997 gekk hann í DePaul háskólann og hætti til að einbeita sér að tónlistinni.

Hann hafði verið í mörgum hljómsveitum meðal annars xfirstbornx, Arma Angelus (með Tim McIlrath, söngvara Rise Against), 7 Angels of the Apocalypse / Culture of Violence, xBirthrightx, Extinction, Forever Ended Today, Yellow Road Priest, og Project Rocket. 2001 stofnaði hann Pop-Punk/Emo hljómsveitina Fall Out Boy með Joe Trohman og Patrick Stump en Andy Hurley kom í hljómsveitina seinna.

Fyrirtæki o.fl.

breyta

Pete Wentz hefur skrifað bók sem ber nafnið „The Boy With the Thorn In His Side“ sem er byggð á martröðum sem hann fékk þegar hann var barn. Það er önnur bók eftir hann á leiðinni sem heitir „Rainy Day Kids“ það var áætlað að hún kæmi út 14. febrúar 2006 en henni var frestað. Þar að auki er hann að semja aðra bók með William Beckett sem er söngvari The Academy Is...

Hann á fyrirtæki sem heitir Clandestine Industries, sem gefur út bækur en mest föt, meðal annarra hluta. Hann á líka undirútgáfu(imprint) Fueled By Ramen, Decaydance Records, sem hefur þó nokkrar hljómsveitir á samning, þar á meðal : Panic! At The Disco, October Fall, Gym Class Heroes, The Hush Sound, Cobra Starship og Lifetime.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Peter Wentz“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. október 2006.