Peter Brown
Peter Robert Lamont Brown (f. 1935 í Dublin á Írlandi) er írskur sagnfræðingur og prófessor við Princeton-háskóla. Hann er félagi á All Souls College í Oxford. Hann hefur kennt við Oxford-háskóla, the Lundúnaháskóla og Kaliforníuháskóla í Berkeley en kennir nú við Princeton-háskóla, þar sem hann er Philip og Beulah Rollins-prófessor í sagnfræði. Brown gegndi veigamiklu hlutverki í að endurnýja áhuga sagnfræðinga á síðfornöld og rannsóknum á dýrlingum. Brown vakti fyrst athygli með ævisögu Ágústínusar frá Hippó.
Brown snerist hugur um margt á níunda áratugnum. Hann hefur sagt eldri verk sín, sem afbyggðu ýmsa trúarlega þætti, þurfi að endurmeta. Yngri verk hans bera vott um dýpri skilning á trúarlegum, einkum kristnum þáttum í viðfangsefnum hans.
Helstu rit
breyta- Augustine of Hippo: A Biography (1967). ISBN 0-520-22757-3
- The World of Late Antiquity: AD 150-750 (1971). ISBN 0-393-95803-5
- The Making of Late Antiquity (1978). ISBN 0-674-54321-1
- The Cult of the Saints: Its Rise and Function in Latin Christianity (1981). ISBN 0-226-07622-9
- The Body and Society: Men, Women, and Sexual Renunciation in Early Christianity (1988). ISBN 0-231-06101-3
- Authority and the Sacred: Aspects of the Christianisation of the Roman world (1995). ISBN 0-521-49904-6
- The Rise of Western Christendom (1996). ISBN 0-631-22138-7
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Peter Brown (historian)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. febrúar 2007.
- „Scholarship and Imagination: The Study of Late Antiquity“. Grein um Peter Brown.