Peter Robert Lamont Brown (f. 1935 í Dublin á Írlandi) er írskur sagnfræðingur og prófessor við Princeton-háskóla. Hann er félagi á All Souls College í Oxford. Hann hefur kennt við Oxford-háskóla, the Lundúnaháskóla og Kaliforníuháskóla í Berkeley en kennir nú við Princeton-háskóla, þar sem hann er Philip og Beulah Rollins-prófessor í sagnfræði. Brown gegndi veigamiklu hlutverki í að endurnýja áhuga sagnfræðinga á síðfornöld og rannsóknum á dýrlingum. Brown vakti fyrst athygli með ævisögu Ágústínusar frá Hippó.

Brown snerist hugur um margt á níunda áratugnum. Hann hefur sagt eldri verk sín, sem afbyggðu ýmsa trúarlega þætti, þurfi að endurmeta. Yngri verk hans bera vott um dýpri skilning á trúarlegum, einkum kristnum þáttum í viðfangsefnum hans.

Helstu rit

breyta

Heimildir

breyta