Pantelleria
Pantellería (ítalska: Pantelleria; sikileyska: Pantiddirìa, maltneska: Pantellerija eða Qawsra), til forna nefnd Cossyra eða Cossura, er ítölsk eyja og sveitarfélag í Sikileyjarsundinu í Miðjarðarhafi, 100 kílómetra (55 sjómílur) suðvestur af Sikiley og 60 km austan við strönd Túnis.[1] Á heiðskírum dögum sést strönd Túnis frá eyjunni. Sveitarfélagið Pantelleria heyrir undir sikileysku sýsluna Trapani.
Íbúafjöldi Pantelleria árið 2022 var 7.335, samkvæmt istat.it.[2]
Eyjan er toppurinn á eldfjalli sem er að mestu neðansjávar og þar er mikill jarðhiti og margir hverir. Eyjan er þekkt fyrir ræktun á kapers og múskatvín.
Tilvísanir
breyta- ↑ Luciano Canepari. „Pantelleria“. DiPI Online (ítalska). Sótt 15. janúar 2020.
- ↑ „Resident population by age, sex and marital status on 1st January 2022“. demo.istat.it. Sótt 9. ágúst 2022.