Pantellería (ítalska: Pantelleria; sikileyska: Pantiddirìa, maltneska: Pantellerija eða Qawsra), til forna nefnd Cossyra eða Cossura, er ítölsk eyja og sveitarfélag í Sikileyjarsundinu í Miðjarðarhafi, 100 kílómetra (55 sjómílur) suðvestur af Sikiley og 60 km austan við strönd Túnis.[1] Á heiðskírum dögum sést strönd Túnis frá eyjunni. Sveitarfélagið Pantelleria heyrir undir sikileysku sýsluna Trapani.

Frá Pantellería.

Íbúafjöldi Pantelleria árið 2022 var 7.335, samkvæmt istat.it.[2]

Eyjan er toppurinn á eldfjalli sem er að mestu neðansjávar og þar er mikill jarðhiti og margir hverir. Eyjan er þekkt fyrir ræktun á kapers og múskatvín.

Tilvísanir

breyta
  1. Luciano Canepari. „Pantelleria“. DiPI Online (ítalska). Sótt 15. janúar 2020.
  2. „Resident population by age, sex and marital status on 1st January 2022“. demo.istat.it. Sótt 9. ágúst 2022.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.