Bleikrækja

(Endurbeint frá Pandalus jordani)

Bleikrækja (fræðiheiti: Pandalus jordani) er dæmigerð kaldsjávarrækja af ættinni Pandalidae sem sem inniheldur rúmlega 50 aðrar tegundir. Ættin er innan flokksins caridea og finnst út um allan heim, bæði í ferskvatni og sjó. Bleikrækjuna er þó bara að finna í sjó við vesturströnd Norður Ameríku þar sem hún lifir á 70 til 280 metra dýpi á sand- og leðjubotni. Tegundin er einnig kennd við Oregon ríki þar sem hún hefur verið unnin og veidd frá árinu 1957.

Bleikrækja

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Innættbálkur: Rækjur (Caridea)
Ætt: (Pandalidae)
Ættkvísl: (Pandalus)
Tegund:
Bleikrækja (P. jordani)

Tvínefni
Pandalus jordani

Útlit og vöxtur

breyta

Bleikrækjur eru bleikar á litinn eins og nafnið gefur til kynna. Þær eru litlar miðað við aðrar rækjur sem veiðast og líftími þeirra er stuttur, hámark 4 ár. Dánartíðni er einnig há, þessir þættir valda því að fyrsta og annars árs rækjur eru ríkjandi í stofninum.

Lífsferill rækjunnar er sérkennilegur þar sem hver rækja er bæði karl- og kvendýr yfir ævi sýna. Eftir að egg kvendýrsins eru frjóvguð festir hún þau við sundfæturna undir halanum meðan þau þroskast, þetta tímabil kallast eggburðartímabil. Hvert kvendýr geymir 1000 til 3000 egg. Klakið fer fram snemma vors og eru rækjulirfurnar svif í 7-8 mánuði áður en leita til botns um haustið. Á þessum tíma fara lirfurnar í gegnum nokkra vaxtarfasa áður en þau verða þekkjanleg sem smárækja. Rækjurnar sem eru á fyrsta ári halda sig oft ofar í sjónum en þær sem eldri eru. Eftir fyrsta árið eru rækjurnar ennþá karlkyns og orðnar 13 til 17 mm, þá eru æxlunarfæri einnig orðin þroskuð. Kynskiptingin á sé yfirleitt stað á milli 1. og 2. árs. Á öðru árinu eru rækjurnar yfirleitt orðnar kvenkyns og milli 18 og 25 mm. Kvendýrin byrja síðan að framleiða egg um haustið. Þriggja ára rækjurnar eru eingöngu kvenkyns og eru á bilinu 25 til 29 mm og eru aðeins lítill hluti stofnsins. Fjórða árs rækja finnst oftast ekki þar sem flest allar rækjurnar deyja eftir þriðju klakninguna.

Fæða

breyta

Þegar rækjurnar er á lirfustigi er aðal fæða þeirra svifþörungar. Fullorðnar rækjur eru alætur og borða meðal annars svif, litla hryggleysingja, þörunga, og botnet. Rækjan sjálf er vinsæl fæða annarra dýra og borða mörg smádýr rækjuna á lirfustigi. Fullorðnar rækjur, smáfiskar og krabbar borða ungar rækjur, þegar rækjan er orðinn fullorðin er hún étin af fjölmörgum fiskitegundum.

Veiðar og vinnsla

breyta

Tegundin er veidd með botnvörpum, í raun tvær vörpur á hverjum bát. Trollarmar standa út úr báðum hliðum bátsins og halda þannig botnvörpurnar frá hvor annarri. Bátar vinna saman við að finna réttu staðina þar sem mest er af stórri rækju í hópum og þar setja þeir botnvörpunar niður á 70 til 200 metra dýpi við sand og leðjubotna. Þegar búið er að draga trollið upp í bátinn er það tæmt í stærðarflokkara sem flokkar rækjuna um borð. Pokarnir eru síðan settir í ís og geymist þar þangað til komið er í land. Þegar komið er í land er hún send í vinnslur. Þar er hún hituð upp og pilluð úr skelinni og pakkað í Neytendapakkningar. Veiðarnar eru opnar frá 1. apríl til 31. október á ári hverju. Það er gert til að gefa rækjunni frið yfir æxlunartímabilið sem er frá Nóvember til Mars. Einungis er veitt yfir daginn þar sem rækjan fer upp á næturnar til að ná í æti og er hún því mjög dreifð

Sjálfbærni veiða

breyta

Bleikrækju veiðar fengu sjálfbærni vottun árið 2007 frá MSC og voru þar með fyrstu rækjuveiðar í heiminum til að fá sjálfbærni vottun. Hún komst að miklu leyti í gegn vegna samstarfs fyrirtækja í veiðunum og ODFW þar sem meðafli var stórt vandamál. Veiðarfærunum var breytt töluvert til að minnka meðaflann. Botnvörpunar eru hannaðar til að lágmarka meðafla án þess þó að hafa áhrif á rækjuaflann. Fyrst voru álrimlar settir í trollið sem fiskarnir forðast, fyrir ofan rimlana er gat þar sem þeir ná að synda út úr trollinu. Rækjan syndir hinsvegar ekki nógu hratt til að komast burt. Árið 2014 voru gerðar frekari tilraunir sem hafa breytt rækjuveiðum til hins betra. Sett voru LED ljós við opið á trollinu og fælir það fiskinn frá. Bolfiskur minnkaði um 78% og flatfiskum um 69% án þess að hafa marktæk áhrif á rækjuveiðarnar sjálfar. Fljótlega eftir þetta voru nánast allir bátar komnir með ljós á trollið.

Bandaríkin

breyta
 
Veiðar Bandaríkjanna á bleikrækju frá árinu 1997

Ein þjóð hefur veitt rækjuna frá upphafi, það eru Bandaríkjamenn. Þeir hafa veitt hana frá árinu 1957, það var ekki hinsvegar fyrr en árið 1997 sem rækjan var flokkuð sem bleikrækja við landanir og því eru bara til aflatölur frá árinu 1997 til dagsins í dag. Veidd voru tæplega 47 þúsund tonn árið 2015 sem er það mesta síðan að mælingar hófust. Að meðaltali hafa verið veidd um 13 þúsund tonn árlega síðustu 30 ár samkvæmt tölum frá ODFW. Markaðir fyrir rækjuna eru aðallega við vesturströnd Bandaríkjanna þar sem hún er seld skræld sem salat og kokteilrækja vegna þess hve lítil hún er. Þegar mikið veiðist og markaðsaðstæður eru góðar er hún einnig seld á evrópska markaði.

ODFW hefur haldið vel utan um veiðar á bleikrækju síðustu ár og hefur stofninn verið að stækka hægt og rólega. Reglugerðir hafa verið gerðar og eru þær endurskoðaðar reglulega með hag stofnsins í fyrirrúmi.

Heimildir

breyta
  • „Commercial Pink Shrimp Fishing“.
  • „Commercial Pink Shrimp Bycatch Reduction - BRD's“.
  • „Life History of Pink Shrimp“.
  • „Market Information“.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.