62°00′N 49°43′V / 62.000°N 49.717°V / 62.000; -49.717

Kirkjan í Paamiut.

Paamiut (Frederikshåb á dönsku; eldri stafsetning Pâmiut) er bær á vesturströnd Grænlands. Um 1300 íbúar eru í bænum (2020) sem er hluti af sveitarfélaginu Sermersooq. Paamiut er yst í firðinum Kuannersooq og dregur nafn af því en grænlenska heitið þýðir „fjarðarmynni“.

Árið 1742 var stofnaður verslunarstaður í Paamiut og voru þar mikil viðskipti með skinnavöru og hvalaafurðir. Upp úr 1950 byggðist upp mikil þorskútgerð og verkun en því tímabili lauk snögglega árið 1989 þegar þorskstofninn hrundi.

Tengill

breyta