Play
Play er íslenskt lággjaldaflugfélag sem stofnað var 2019.
PLAY | |
Rekstrarform | Hlutafélag |
---|---|
Stofnað | Nóvember 2019 |
Staðsetning | Reykjavík, Ísland |
Lykilpersónur | Arnar Már Magnússon Sveinn Ingi Steinþórsson Forstjóri: Birgir Jónsson |
Starfsemi | Flugfélag |
Vefsíða | https://flyplay.com/ |
Saga
breytaTveir stjórnarmenn WOW air, Arnar Már Magnússon og Sveinn Ingi Steinþórsson lýstu því yfir í júlí 2019 að nýtt flugfélag væri í bígerð og var vinnuheitið WAB (We are back). Fjármögnun félagsins kom 80 prósent erlendis frá en 20 prósent frá Íslandi.
Play ætlaði sér upphaflega að hefja flug vorið 2020. Í nóvember 2020 hafði félagið enn ekki fengið flugrekstrarleyfi en lýsti yfir því að það hefði í hyggju að hefja flug á öðrum ársfjórðungi 2021.[1] Flugfélagið áætlaði upphaflega að það hefði 14 áfangastaði í Evrópu og Bandaríkjunum[2] og að fyrstu áfangastaðirnir yrðu Kaupmannahöfn, London, París, Berlín, Alicante og Tenerife.[3] Play hóf að selja fyrstu flugmiðana í maí 2021. Athygli vakti að kjarasamningar félagsins sýndu laun undir lágmarkslaunum á Íslandi. ASÍ hvatti í kjölfarið til sniðgöngu á flugfélaginu. [4]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Play fær úthlutuð lendingarleyfi“. www.mbl.is. Sótt 25. febrúar 2021.
- ↑ WAB air verður Play og í rauðu Rúv, skoðað 12. nóv. 2019.
- ↑ Fjórar höfuðborgir og tveir sólarferðastaðir Mbl.is, skoðað 23. des, 2019
- ↑ Lægstu laun á íslenskum vinnumarkaði Rúv, skoðað 19. maí 2021