Pólska þingið
Pólska þingið skiptist í efri deild (öldungadeild) sem kallast Senat og neðri deild sem heitir Sejm. Báðar deildir eru til húsa í sömu byggingu í Varsjá. Á pólsku er ekkert opinbert samheiti yfir deildarnar tvær: í stjórnskránni er einungis fjallað um Senat og Sejm.
Þingmenn í báðum deildum eru kosnir á fjögurra ára fresti. Í neðri deild sitja 460 þingmenn en í efri deild sitja 100 öldungadeildarþingmenn. Til þess að frumvarp geti orðið að lögum verða báðar deildar að samþykkja það. Þingmenn geta þó hnekkt ákvörðun öldungadeildarþingmanna um að hafna frumvarpi.
Við tiltekin tilefni kallar formaður Sejm báðar deildir saman í svokallað þjóðþing (p. Zgromadzenie Zarodowe). Þetta er oftast gert til að halda athöfn svo sem að setja nýjan forseta í embætti.
Stærsti flokkurinn í pólska þinginu eins og er er Lög og réttlæti (PiS) með 234 af 600 sætum í neðri deild og 61 af 100 sætum í efri deild.