Píningsdómur var ígildi laga og var samþykktur á Alþingi árið 1490. Píningsdómur ítrekaði bann sem verið hafði í gildi árin á undan og bannaði útlendingum að hafa hér vetursetu á Íslandi, nema í neyð og þeir mættu ekki taka Íslendinga í sína þjónustu. Auk þess hvorki gera héðan út skip né menn til sjós. Í þeim dómi var einnig tekið fram að engir búðsetumenn skulu vera á Íslandi sem ekki hafa búfé að fæða sig við sem þó sé ekki minna en 300. Var það gert til að skylda almenning til að vera í vist hjá bændum. Píningsdómur er kenndur við Diðrik Píning, sem var þýskur flotaforingi og höfuðsmaður Danakonungs á Íslandi frá 1478 til 1491.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.