Pétur Trúels Tómasson

Pétur Trúels Tómasson, kallaður Pétur skytta, var hirðstjóri eða umboðsmaður hirðstjóra á Íslandi í lok 15. aldar.

Hann var af dönskum eða þýskum ættum, hugsanlega frá Hamborg, og hafði verið við kaupskap á Íslandi og átti hér bú. Eftir því sem Bogi Benediktsson segir í Sýslumannaæfum var hann veginn af þjónum sínum, þegar hann kom úr boði, og höfðu einhverjir Íslendingar sem hötuðust við Pétur keypt þá til verksins.

Kona Péturs var Ástríður, systir Jóns Sigmundssonar lögmanns. Synir þeirra, Hannes og Melkjör, fóru til Hamborgar og settust þar að, Jakob var umboðsmaður í Vestmannaeyjum og dæturnar Guðrún og Marín urðu einnig eftir á Íslandi og var Marín formóðir Jóns Indíafara.

HeimildirBreyta

  • Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.
  • Bogi Benediktsson: Sýslumannaæfir, 2. bindi, Reykjavík 1889-1904.


Fyrirrennari:
Ambrosius Illiquad
Hirðstjóri
(14941496)
Eftirmaður:
Pétur Kláusson