Ostaskeri
(Endurbeint frá Osthefill)
Ostaskeri (sjaldan osthefill) er áhald notað til að skera ost. Norðurmaðurinn og trésmiðurinn Thor Bjørklund frá Lillehammer fékk einkaleyfi á honum árið 1925. Byrjað var að selja þá árið 1927. Hönnunin er byggð á heflinum eins og smiðir nota. Þess konar ostaskeri er helst notaður í Norðurlöndunum, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi og Sviss. Ástæðan á því er að í þessum löndum er ostur skorinn áður en hann er borðaður og þar fást harðir ostar sem henta ostaskerum vel.