Sjóræningjar á Karíbahafi
Sjóræningjar á Karíbahafi er miðlunarsérleyfi í eigu Walt Disney Company. Undir þessu merki eru skemmtigarðstæki, kvikmyndaröð og bækur, tölvuleikir og önnur útgáfa. Upphaflega voru sjóræningjarnir skemmtigarðsatriði í Disneylandi. Þetta var síðasta atriðið sem Walt Disney hannaði sjálfur. Það var opnað 18. mars 1967, þremur mánuðum eftir að hann lést. Sjóræningjaatriði með sama heiti hafa verið sett upp síðan í skemmtigarðinum Magic Kingdom og Disneylandi í Tókýó, París og Sjanghæ.
Eftir aldamótin 2000 hófu Walt Disney Pictures og Jerry Bruckheimer framleiðslu kvikmyndar sem byggðist á atriðinu í skemmtigörðunum. Sjóræningjar á Karíbahafi: Bölvun Svörtu perlunnar var frumsýnd árið 2003 og naut mikillar velgengni. Í kjölfarið fylgdu fjórar framhaldsmyndir; Sjóræningjar á Karíbahafi: Dauðs manns kista (2006), Sjóræningjar á Karíbahafi: Á heimsenda (2007), Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides (2011) og Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales (2017). Samhliða komu út tölvuleikir og bókaraðir ætlaðar ungum lesendum.