Orðunefnd er nefnd sem heyrir undir forsætisráðuneytið. Í nefndinni eiga sæti sex einstaklingar og hefur nefndin það hlutverk að gera tillögu til forseta Íslands um hverjir skuli hljóta heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu. Af þeim einstaklingum sem eiga sæti í nefndinni eru fimm skipaðir af forseta Íslands samkvæmt tillögu forsætisráðherra en sjötti nefndarmaðurinn er forsetaritari og er hann jafnframt orðuritari.[1]

Allar tillögur um orðuhafa sem nefndin sendir frá sér til forseta Íslands skulu vera samþykktar samhljóða af nefndinni. Fundur orðunefndar telst aðeins löglegur ef fjórir eða fleiri nefndarmenn sitja fundinn. Orðunefnd tekur einnig við skriflegum tilnefningum um orðahafa frá almenningi.[2]

Ekki er greitt fyrir setu í orðunefnd heldur er litið svo á að starfið sé heiðursstarf án launa.[1]

Núverandi formaður Orðunefndar er Kristín Ingólfsdóttir fyrrverandi rektor Háskóla Íslands.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Alþingi - Lagasafn, „Forsetabréf um hina íslensku fálkaorðu“ (skoðað 11. febrúar 2020)
  2. Stjórnartíðindi, „Forsetabréf um starfsháttu orðanefndar“ (skoðað 11. febrúar 2020)
  3. Forseti.is, „Orðunefnd“ (skoðað 11. febrúar 2020)