Olivier Jonathan Giroud (fæddur 30. september 1986) er franskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Los Angeles FC. Hann spilaði frá 2011 til 2024 fyrir franska karlalandsliðið í knattspyrnu.

Olivier Giroud (2017).

Giroud hóf ferilinn með heimaliðinu Grenoble í frönsku 2. deildinni. Hann fór síðar til Montpelier þar sem hann vann efstu deildina Ligue 1 og varð markahæstur árið 2012.

Giroud hélt síðar til Englands þar sem hann spilaði fyrir Arsenal og Chelsea FC. Hann vann aldrei deildina með ensku liðunum en fjölmarga bikar- og evróputitla. Á fyrsta tímabili sínu með AC Milan vann hann deildina með liðinu í fyrsta sinn í 11 ár.

Fyrir franska landsliðið spilaði hann sinn fyrsta leik 25 ára árið 2011. Hann varð markahæsti leikmaður landsliðsins þegar hann fór fram úr Thierry Henry árið 2022 á HM í Katar. Giroud skoraði 2 mörk gegn Íslandi í 8 liða úrslitum á EM 2016.