Nylon (hljómsveit)
Nylon var íslensk popphjómsveit, stofnuð snemma árs 2004 þegar fyrirtæki Einars Bárðarsonar, Concert stóð fyrir áheyrnarprufum á stúlkum fyrir íslenska stúlknasveit. Þrjár stelpur voru valdar, Alma Guðmundsdóttir, Klara Ósk Elíasdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir og var Emilíu Björg Óskarsdóttur bætt við í hópinn stuttu síðar.
Nylon | |
---|---|
Upplýsingar | |
Uppruni | Ísland |
Ár | 2004–2008 |
Stefnur | Popptónlist |
Útgáfufyrirtæki | Concert |
Meðlimir | Alma Guðmundsdóttir Klara Ósk Elíasdóttir Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir |
Fyrri meðlimir | Emilía Björg Óskarsdóttir |
Vefsíða | Vefsíða Nylon |
Nylon tóku upp og gáfu út endurgerð af laginu Lög unga fólksins eftir Unun og hófu sjónvarpsþáttinn Nylon á sjónvarpsstöðinni Skjá Einum. Haustið eftir kom svo út fyrsta plata Nylon, 100% Nylon og önnur platan Góðir hlutir ári síðar.
Þann 14. júlí 2007 sagði Emilía skilið við Nylon þegar hún giftist manni sínum.
Hljómsveitin hætti 2008. Allir þáverandi meðlimir hljómsveitarinnar stofnuðu þá hljómsveitina The Charlies sem náði ekki sömu vinsældum og hætti 2015.[1]
Hljómsveitarmeðlimir
breytaÚtgefið efni
breytaBreiðskífur
breyta- 100% Nylon (28. október 2004)
- Góðir hlutir (2. nóvember 2005)
- Nylon (2006)
Smáskífur
breyta- Allstaðar (2004)
- Bara í nótt (2004)
- Einhvers staðar einhvern tímann aftur (2004)
- Góðir hlutir (smáskífa) (2005)
Safnplötur
breyta- Pottþétt 36 (2004)
- Stóra stundin okkar (2004)
- Svona er sumarið 2004 (2004)
- Jólaskraut (2005)
- Svona er sumarið 2005 (2005)
Tenglar
breyta- Nylon.is Geymt 17 apríl 2009 í Wayback Machine
- Concert.is Geymt 25 desember 2005 í Wayback Machine
Heimildir
breyta- ↑ „Ævintýrin enn gerast“. www.mbl.is. Sótt 17. júlí 2023.