Notandi:Paulthegunner/sandbox

Káputapír
Káputapír (Dýragarðurinn í London)
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið
Fylking: Hryggdýr
Flokkur: Spendýr
Ættbálkur: Perissodactyla
Ætt: Tapíridae
Ættkvísl: Tapírus
Tegund:
T. indicus

Tvínefni
Tapirus indicus
(Desmarest, 1819)
Búsvæði Káputapíra
Búsvæði Káputapíra
Káputapír

Útlit

breyta

Káputapírar eru stærstir allra tapíra og verða um 180-250 cm langir án halans, 135 cm háir og yfir 350 kg að þyngd [[1]]. Þeir líkjast helst svínum í útliti, samanreknir og kubbslegir með stuttan stuttan hala og fjölhæfan rana framan á andlitinu, feldur þeirra er svartur á löppunum, öxlunum, hálsinum og höfðinu fyrir utan hvíta rönd á toppi hvors eyra en hvítur alstaðar annars staðar. Líftími Káputapíra er 20 til 25 ár og allt að 30 í dýragörðum. Þrátt fyrir vaxtarlagið geta tapírar náð sprett hraða allt að 48 km/klst. Tapírar eignast aðeins eitt afkvæmi í einu og þeir eru afar fælin dýr sem lifa ein og sér nema yfir mökunartíman og þegar móðirin er að ala afkvæmið.

Sérkenni

breyta

Helstu sérkenni tapíra er fjölhæf snoppan sem teygir sig út frá andliti þeirra en líkja mætti henni við smágerða útgáfu af fílsrana. Annað einkenni þeirra er sérstakur hnúður á öxlunum sem og svartur og hvítur feldurinn sem auðveldar þeim að fela sig innan í skóginum.

Fæða, næringarnám

breyta

Káputapírar eyða mestum af sínum tíma í felum eða í leita að mat inni í þykkum frumskógum en fer leitin að metu fram eftir að sólin er sest. Þeir hafa afar fjölbreitt matarræði sem samanstendur af laufum, trjágreinum, sprotum, berjum, hnetum, ávöxtum og vatnaplöntum sem þeir kafa eftir í grunnum ám og vötnum. Tapírar nota fjölhæfan ranan til að grípa, rífa í og taka upp fæðuna. Þeir nota einnig sterkann kjálkann til að klippa sundur lítil tré til að ná til laufana sem þeir annars myndu ekki ná til.

Líkamsstarfsemi

breyta

Þrátt fyrir að líkjast helst svínum þá eru náskyldustu ættingjar tapíra hestar og nashyrningar og er þeir flokkaðir með þeim í ættbálki hófdýra. Kjálki og jaxlar tapíra eru vel aðlagaðir matarræðinu og geta þeir því tuggið og bitið í sundur harðar hnetur og torfmeltar jurtir. Útlimir þeirra eru stuttir og líkaminn samanrekinn en það auðveldar þeim að hreyfa sig um og spretta í þykkum undirgróðri frumskógarins. Rananinn samanstendur af mörgum flóknum vöðvum og nefbeinið og beinveggurinn innan í nefholinu eru mjög lítil og smágerð.

Æviferill – mökun – æxlunarferill

breyta

Káputapírar kjósa að makast á kaldari mánuðum ársins(Apríl og/eða Maí) og kalla dýrin á hvert annað með sérstökum blístrum sem er mismunandi í tíðni og lengd. Eftir mökun stendur meðgangan yfir í 13-14 mánuði og fæða mæðurnar nánast undantekningarlaust eitt afkvæmi. Afkvæmið er um 10 kg að þyngd og hefur brúnan feld með hvítum láréttum röndum og doppum sem er ekki svo ósvipað útliti viltra skógarsvína, afkvæmið fylgir móður sinni í tvö til þrjú ár og sígur spena í fyrstu 10-12 mánuðina [[2]]. Eftir að fullum þroska er náð skilja leiðir og fjölga fullvaxnir tapírar sér að jafnaði annaðhvert ár.

 
Ungviði tapírs

Búsvæði - heimkynni

breyta

Káputapírar eru eina tapíra tegundin sem lifir í asíu og lifa þeir í frumskógum og við fjallarætur suður-Tælands, suður-Burma, Malayanskaga, Laos og Súmötru, nokkrir hafa einnig fundist í Kambódíu og Víetnam. Káputapírar merkja sér óðal með því að spreya þvagi á tré og annan gróður og er stærð þeirra um 12 m2 fyrir karldýr og mögulega stærra svæði fyrir kvendýrin, þrátt fyrir það lítur ekki út fyrir að þeir séu mjög landhelgir.

Þróun og saga dýrsins

breyta

Elstu leyfar um tapíra eru um 50 miljón ára gamlar og af öllum hófdýrum er þeir skyldastir nashyrningum en þróunarlega séð hafa þeir lítið breytst síðustu 35 miljón árin fyrir utan ranan sem talið er að hafi birst fyrst fyrir nokkrum miljón árum. Forn tapíra var að finna í Evrópu, Norður-Ameríku og Suð-austur Asíu en þeir fluttust ekki niður til mið-og suður-Ameríku fyrr en fyrir 2-3 milljón árum þegar landbrúin milli heimsálfana myndaðist [[3]]. Minnst átta aðrar tegundir tapíra voru uppi fyrir 7 miljón árum áður en þær dóu út og benda rannsóknir til þess að Káputapírinn sé mest frábrugðin hinum fjórum tegundunum sem lifa í mið-og suður-Ameríku.

Hættur sem staða að Tapírum

breyta

Helstu ógnir við stofna Káputapíra er eyðingbúsvæða og ofveiði en tegundin er skráð á lista IUCN yfir dýr sem eru í hættu á útrýmingu. Rannsóknir á tegundinni sýna frammá að þeir hafa ekki lagast vel að uppbroti skógarsvæða. Tapírar eru veiddir fyrir kjötið og húðina [[4]] og hefur það lagt mikið álag á stofnin ásamt mikilli eyðingu á búsvæðum þeirra sem að stendur af stórum hluta vegna ræktunar á pálmaolíu. Árið 2008 taldi stofnin einungis 1500-2000 einstök dýr.

Varnir

breyta

Vegna stærðar sinnar eiga Káputapírar fáa náttúrulega óvini en vitað er að stór kattardýr eins og tígrisdýr, krókódílar og sumar tegundir af snákum leggja þá sér til munns. Flestir tapírar falla þó fyrir hendi manna sem veiða þá til matar og sumstaðar hafa þeir verið tamdir. Sér til varnar hafa tapírar þykka húð og þá sérstaklega á hálsinum og á afturfótunum, ef ráðist er á þá geta þeir nota öfluga kjálka til að bíta til baka en annars reiða þeir sig á að spretta sem hraðast í burtu. Fátítt er um að tapírar ráðist á menn vegna þess hve fælnir þeir eru en það versta sem þeir gera er að veita fólki slæmt bitsár.

Skemmtilegar staðreyndir

breyta

Helstu sérkenni tapíra er fjölhæf snoppan sem teygir sig út frá andliti þeirra en líkja mætti henni við smágerða útgáfu af fílsrana. Annað einkenni þeirra er sérstakur hnúður á öxlunum. Í Malaysíu og Insónesíu kallast Káputapírar Badak en á Tælandi er þeir kallaðir Som-set. Vitað er að Káputapírar kúki ofan í vatn sem og á land en ástæðan fyrir því eru ekki þekktar. Káputapírar eru mjög vel syndir og kjósa þeir sér óðal nálægt vatni og er þekkt að þeir skelli sér til sunds á heitum dögum til að kæla sig niður.

Gallerí

breyta


Heimildarskrá

breyta
  1. A-Z animals (á.á). Tapir. Sótt þann 10 maí 2016 af vefsíðunni: http://a-z-animals.com/animals/tapir/
  2. Colber, Matthew (2002). Tapirus terrestris, Lowland Tapir. Sótt þann 17 maí 2016 af vefsíðunni: http://digimorph.org/specimens/Tapirus_terrestris/
  3. EDGE (á.á). 20. Asian tapir (Tapirus indicus). Sótt þann 17 maí 2016 af vefsíðunni: http://www.edgeofexistence.org/mammals/species_info.php?id=126
  4. Hjalti Ágústsson (2006). Hvers konar dýr eru tapírar?. Sótt þann 10 maí 2016 af vefsíðunni: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5741
  5. Konica Minolta (á.á). Endangered animals list. Sótt þann 17 maí 2016 af vefsíðunni: http://www.konicaminolta.com/kids/endangered_animals/library/field/malayan-tapir.html
  6. Williams, Keith (á.á). The World's Tapirs--The Malayan tapir (Tapirus indicus). Sótt þann 17 maí 2016 af vefsíðunni: http://www.tapirs.org/tapirs/malay.html
  1. Tilvísunar villa: Villa í <ref> tag; tilgreindu texta fyrir tilvísun með nafnið IUCN