Máni og Sól
Tjáskiptaraðferðin tákn með tali
breytaTákn með tali er tjáskiptaaðferð sem er notuð til málörvunar hjá heyrandi fólki, þá bæði börnum og fullorðnum (aðallega börn) með eru með málþroskaröskun.Tákning eru alltaf notuð samhliða töluðu máli og eru llykilorð í setningu, svo að málumhverfi verði skýrar og tjáningin verði auðveldari. Táknin eru byggð upp með svipbrigðum, látbragði, tali og táknum.Táknunum er skipt upp í tvo flokka.
Náttúleg tákn:
breytaSem byggjast á því að athöfn er leikin eða eiginleikum lýst. Þau eru auðskilin og þurfa yfirleitt ekki nánari útskýringar sem dæmi um náttúrulegt tákn er t.d að borða.
Samræmd tákn:
breytaEru ekki eins skiljanleg og eru flest fengin að láni úr táknmáli heyranlausra. Dæmi um samræmd tákn er t.d að læra.
Myndir fengnar af síðunni: http://www.tmt.is/
Einnig byggist tákn með tali á virkjun sjónskynsins, þar er áherslan lögð á náttúrulegum og myndrænum táknum. Táknin eru hlutlæg þannig að það náist að tengja ákveðin hlut við táknið.
Hverjum nýtist tákn með tali?
breytaEr mikið notað til málörvunar hjá börnum. Tákn með tali örvar málskilning og málvitund barna. Það nýtist þeim sem eru með erlent móðurmál og er að aðlagast nýju málumhverfi.
Hvenær á að byrja?
breytaEf barn greinist með frávik í þroska og búast má við röskun á tileiknun máls er mikilvægt að fá ráð hjá talmeinafræðing til að sjá hvort að ttákn með tali sé heppileg leið til að örva og/eða styðja við málþroska barnsins. Tákn með tali er líka mikið notað í leiksskólum til að hjálpa börnum við málþroska og eru börn aldrei of ung til að byrja.
Hver er munurinn á Tákni með tali og máli heyrnarlausra?
breytaTákn með tali er alltaf notað samhliða tali og er notað sem stuðningur við íslenskt talmál þar sem lykilorð setningar er táknað og er stefnt að því að læra að tala. Táknmál er hins vegar mál heyrnalausra og er það sjálfstætt tungumál sem er ólíkt talmáli, það hefur sínar eigin steningafræði og málfræði.
Heimild
breyta- Björk Alfreðsdóttir og Sigrún Grendal. (1998). Tákn með tali. Reykjavík: Námsgagnastofnun.
- Eyrún Ísafold Gísladóttir. (2001). Tákn með tali í víðari samhengi. Traustur grunnur - fleiri hugmyndir. Talfræðingurinn 15 (1), 54-60.