Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir

Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir (AAC) eru leiðir til tjáskipta sem ekki nota talmál. Það geta verið svipbrigði, bendingar, látbragð og ýmiss konar tákn með handahreyfingum svo sem táknmál heyrnarlausra og Tákn með tali (TMT), myndræn tákn eins og Blisstáknmál eða samskiptatáknmyndir (PCS) og Pictogram. Táknin gera verið hreyfitákn eða myndræn tákn. Myndræn tákn til tjáskipta eru þannig að það þarf einhvers konar tjáskiptahjálpartæki. Þau hjálpartæki geta verið spjöld, bækur eða tæknileg svo sem tölvur, talvélar, spjaldtölvur. Einnig geta þau verið ýmiss konar bendibúnaður eins og höfuðljós eða sérútbúnir rofar. Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir geta komið í staðinn fyrir talmál eða sem uppbót við það talmál sem fyrir er.

samskiptabók
Vísindamaðurinn Stephen Hawking tjáir sig með aðstoð tölvutækni

Heimild

breyta