Notandi:LeoIngiLeosson

(Endurbeint frá Notandi:Lebbikex)
Leó Ingi Leósson

Leó Ingi Leósson (f. 1977) er nemandi við Háskólann á Bifröst. Leó er fæddur og uppalinn á Siglufirði og hófst starfsferill hans fyrir alvöru í nóvember 1993 er hann hóf störf í fiskimjölsverksmiðju SR-Mjöl hf þar í bæ. Þar gegndi hann hinum ýmsu störfum í átta ár. Í ágúst 2001 hlaut hann ráðningu í verslun BT í Skeifunni og þar gegndi hann störfum sölumanns til ársins 2005. Í ágúst árið 2005 var honum boðin staða verslunarstjóra í verslun BT í Kringlunni og gegndi hann þeirri stöðu í þrjú ár.

Í september 2006 skráði Leó sig í diplómanám í verslunarstjórnun í símenntunardeild Háskólans á Bifröst og kláraði hann það nám um vorið 2008 samhliða því að vinna 100% vinnu. Um haustið 2008 hætti hann störfum í BT og hóf nám við frumgreinadeild skólans og tók það nám einn langan vetur og útskrifaðist hann þar sumarið eftir. Það var svo um haustið það sama ár að hann hóf nám í HHS í félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst og er hann þar enn.

Áhugamál Leós ná yfir mörg og ólík svið en má þar nefna tónlist, tölvur, mat og knattspyrnu. Hvað hið síðastnefnda varðar þá myndi Leó viðurkenna sjálfur að hann sé knattspyrnufíkill af alvarlegustu gerð.