JONJONS
Ég hef skrifað margt um mikið og lítið en er tiltölulega nýr skrifari á Wikipedia hina íslensku. Gamall aldur er um að kenna og finnst mér betur fara að skrifa með penna á blað. Kannski er ég ekki svo gamall eftir allt saman. Hér áður fyrr starfaði ég við rannsóknir (á vettvangi sem ekki verður þulinn upp hér) svo ýmiskonar grúsk og hnýsni eru mér kær. Nú til dags vinn ég meira að einstökum verkefnum, við heimildaskrif, og kann því vel.
Eftir mig liggur eitthvað efni á ensku útgáfunni af Wikipedia, en undir mínu gamla notandanafni. Það er ekki svo merkilegt efni að það verðskuldi tíund hér. Og svo var það heldur ekki ég sem vélritaði í tölvuna heldur mín hægri hönd.
Stórmerkilegt viðfangsefni. Eflaust einn áhugaverðasti viðskiptamaður landsins síðari ár. Ég hef nefnilega fengið það verðuga verkefni, af forlagi nokkru, að afla heimilda. Að vera skrifari. Mér er meinað að tilgreina forlagið. Mitt hlutverk er að gera ítarlega skrá í sögulegu samhengi, í tímaröð, um öll viðskipti Pálma Haraldssonar, Fons, Fengs og annarra félaga í hans eigu. Tilgangurinn er að mér skilst útgáfa bókar um Pálma Haraldsson, ævi hans og störf, en rithöfundinn mun annast viðtölin og gagnavinnslu. Ég held að Wiki-lesendur fái að njóta nokkurra stubba þar af leiðandi, sem prentast hér inn eftir því sem tímanum líður. Þessa vegna mættu lesendur gjarnan senda til mín netpóst með því að smella á "Senda þessum notanda netpóst" hér á vinstri bálki. - JJ.
Reynt verður að skrifa sögu félagsins en víða virðast heimildir fjölmiðla rangar. FleirabreytaMargt og mikið bíður síns tíma. |
| ||||||||||||||||||
|