Notandi:HinrikThorG/sandbox

Sverrir Ingi Ingason
Upplýsingar
Fullt nafn Sverrir Ingi Ingason
Fæðingardagur 5. ágúst 1993
Fæðingarstaður    Kópavogur, Ísland
Hæð 1.88cm
Leikstaða Varnarmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Fáni Belgíu Lokeren
Númer 15
Yngriflokkaferill
Fáni Íslands Breiðablik
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2011-13
2011
2014-15
2015-
Fáni Íslands Breiðablik
Fáni Íslands Augnablik (Lán)
Fáni Noregs Viking FK
Fáni Belgíu Lokeren
42 (2)
4 (1)
29 (3)
43 (1)
Landsliðsferill2
2009
2010
2012-14
2014-
Ísland U17
Ísland U19
Ísland U21
Ísland
3 (0)
3 (0)
11 (1)
3 (0)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært 5. maí 2016.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
5. maí 2016.

Sverrir Ingi Ingason (f. 5. ágúst 1993) er íslenskur atvinnumaður í knattspyrnu sem spilar sem miðvörður hjá Lokeren í Belgíu.

Sverrir hóf sinn meistaraflokkaferil hjá Breiðablik í Kópavoginum árið 2011. Hann hefur að auki spilað fyrir Augnablik úr Kópavoginum og norska liðið Viking FK.

Sverrir Ingi á leiki fyrir öll yngri landslið Íslands auk A landsliðsins.

Knattspyrnuferill

breyta

2011-13: Breiðablik

breyta

Sverrir Ingi spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir meistaraflokk Breiðabliks þann 22. febrúar 2011 í leik gegn Keflavík í Lengjubikarnum. Hann kom inn á sem varamaður á 46. mínútu fyrir Arnór Svein Aðalsteinsson.[1] Sverrir hafði nokkrum sinnum verið í hóp hjá meistaraflokknum árið á undan, þegar að Breiðabliks liðið tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins, en ekki fengið að spreyta sig. Fyrsti byrjunarliðsleikur Sverris kom 18 dögum eftir frumraunina í leik gegn KA. Þar spilaði Sverrir fyrri hálfleikinn en var skipt útaf í upphafi þess síðari.[2] Næstu þrjá leiki Blika í Lengjubikarnum var Sverrir Ingi í byrjunarliðinu en liðið endaði í fjórða sæti í sínum riðli og komst ekki áfram í útsláttarkeppnina.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Lengjubikar karla - A deild R1 - Breiðablik - Keflavík 0-2“. KSÍ. Sótt 6 maí 2016.
  2. „Lengjubikar karla - A deild R1 - KA - Breiðablik 0-3“. KSÍ. Sótt 6 maí 2016.
  3. „Lengjubikar karla - A deild R1“. KSÍ. Sótt 6 maí 2016.