Notandi:HinrikThorG/sandbox
Sverrir Ingi Ingason | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Sverrir Ingi Ingason | |
Fæðingardagur | 5. ágúst 1993 | |
Fæðingarstaður | Kópavogur, Ísland | |
Hæð | 1.88cm | |
Leikstaða | Varnarmaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Lokeren | |
Númer | 15 | |
Yngriflokkaferill | ||
Breiðablik | ||
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2011-13 2011 2014-15 2015- |
Breiðablik → Augnablik (Lán) Viking FK Lokeren |
42 (2) 4 (1) 29 (3) 43 (1) |
Landsliðsferill2 | ||
2009 2010 2012-14 2014- |
Ísland U17 Ísland U19 Ísland U21 Ísland |
3 (0) 3 (0) 11 (1) 3 (0) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Sverrir Ingi Ingason (f. 5. ágúst 1993) er íslenskur atvinnumaður í knattspyrnu sem spilar sem miðvörður hjá Lokeren í Belgíu.
Sverrir hóf sinn meistaraflokkaferil hjá Breiðablik í Kópavoginum árið 2011. Hann hefur að auki spilað fyrir Augnablik úr Kópavoginum og norska liðið Viking FK.
Sverrir Ingi á leiki fyrir öll yngri landslið Íslands auk A landsliðsins.
Knattspyrnuferill
breyta2011-13: Breiðablik
breytaSverrir Ingi spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir meistaraflokk Breiðabliks þann 22. febrúar 2011 í leik gegn Keflavík í Lengjubikarnum. Hann kom inn á sem varamaður á 46. mínútu fyrir Arnór Svein Aðalsteinsson.[1] Sverrir hafði nokkrum sinnum verið í hóp hjá meistaraflokknum árið á undan, þegar að Breiðabliks liðið tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins, en ekki fengið að spreyta sig. Fyrsti byrjunarliðsleikur Sverris kom 18 dögum eftir frumraunina í leik gegn KA. Þar spilaði Sverrir fyrri hálfleikinn en var skipt útaf í upphafi þess síðari.[2] Næstu þrjá leiki Blika í Lengjubikarnum var Sverrir Ingi í byrjunarliðinu en liðið endaði í fjórða sæti í sínum riðli og komst ekki áfram í útsláttarkeppnina.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Lengjubikar karla - A deild R1 - Breiðablik - Keflavík 0-2“. KSÍ. Sótt 6 maí 2016.
- ↑ „Lengjubikar karla - A deild R1 - KA - Breiðablik 0-3“. KSÍ. Sótt 6 maí 2016.
- ↑ „Lengjubikar karla - A deild R1“. KSÍ. Sótt 6 maí 2016.