GBE0005
Lýsingur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
(Lýsingur)
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Merluccius merluccius Linnaeus, 1758 |
Lýsingur sem hefur enska heitið European hake (fræðiheiti: Merluccius merluccius) er af ættbálki þorskfiska. Hann er langvaxinn, allstór og sívalur. Lýsingur verður allt að 140 cm á lengd og 10 kg. Hængar verða sjaldan stærri en 80 cm og hrygnur 100 cm. Stirtla er löng og sterk, haus er langur og er hann með stóran kjaft með hvössum tönnum í tveimur til þremur röðum á skoltum. Hann hefur tvo bakugga og er sá fremri hár, stuttur og þríhyrndur og byrjar hann við móts við eyruuggarætur. Sá aftari er langur en hann byrjar við afturenda eyrugga og er hreisturstærðin meðalstór. Liturinn á fisknum getur verið breytilegur, hann algengt er að hann sé grábrúnn eða blár að ofan, silfurgrár eða ljós að neðan og á hliðum. Lýsingur er botnfiskur sem oftast heldur sér á 70-400m dýpi. Hann heldur sig miðsvæðis á nóttunni en ástæðan fyrir því er sú að hann er í fæðuleit og þegar líður á daginn þá færir hann sig við botn(Gunnar Jónsson og JónBjörn Pálsson, 2013).
Á mynd 1 má sjá Lýsing þar sem hann er grábrúnn á lit. Hausin er langur og er hann með tvo bakugga sem eru langir og sterkir. Talið er að þessi tegund getur náð allt að 20 ára aldri. Fiskurinn á sér nokkur erlend heiti; Kulmule, Kummel, Hake, Seehecht, Merlu, Merluza europea, merluza og Pescada- branca, pescada, marmota(Gunnar Jónsson og JónBjörn Pálsson, 2013).
Fæða
breytaLýsingur borðar fjölbreytta fæðu dæmi um það eru lýsa, kolmunni, smálýsing, makríll og síld, smokkfiskur og fleiri fiskar. Ungir fiskar nærast á ljósátu, krabbadýrum og þá sérstaklega litlum lifrum og ljósátu. Lýsingur hrygnir í Miðjarðahafi og undan norðvestanverðri Afríkur en færist síðan norður eftir til Skotlands og Norðursjávar á 100-300 m dýpi í desember og júlí og eru fjöldi eggja allt frá því að vera 2 milljónir til 7 milljónir (Gunnar Jónsson og JónBjörn Pálsson, 2013).
Veiðar
breytaLýsingur er veiddur í botnvörpu og á línu og er mest veiddur í Miðjarðarhafi og Svartahafi. Helstu veiði þjóðir sem veiða fiskinn eru Frakkar og Spánverjar. Hann er seldur flakaður, saltaður og þurrkaður og einnig ferskur (Gunnar Jónsson og JónBjörn Pálsson, 2013). Lýsingur er mikilvæg veiðitegund í Vestur-Evrópu og er hún mikið rannsökuð svo ekki sé hætta á ofveiði. Fiskurinn vex hægt og þroskast seint sem gerir það að verkum að hætta er á ofveiði. Árið 2011 var veitt um 12.900 tonn í Bretlandi og var afli metinn á 22,5 milljón punda, aðeins 200 tonn voru neytt í Bretlandi á þessum tíma og var þá mest af honum flutt út [2]. Árið 1996 var aflinn alls 92.332 tonn, þar af voru 41.354 tonn sem aðallega var fengin úr Norður-Atlantshafi nánar tiltekið frá Spáni eða um 18.076 tonn, Frakkland: 8.899 tonn og Bretland: 5.380 tonn. Í Miðjarðarhafi var aflin um 45.309 tonn, og var það aðallega frá Ítalíu: 30707 tonn, Grikklandi: 4.579 tonn og Spánn: 3.600 tonn. Úr austurhluta Mið-Atlantshafsins var heildaraflin 10.722 tonn, Spánn: 5.536 tonn, Marokkó: 3086 tonn og Portúgal 986 tonn. Heildarafli sem tilkynnt var af tegundinni Lýsingur fyrir árið 1999 var 68.569 tonn. Þau lönd sem veiddu mest voru Spánn eða um 22.931 tonn og Ítalía, 9.754 tonn. Fiskurinn var aðallega seldur ferskur en einnig frosin, þurrkaður, saltaður og niðursoðin [3]
Á mynd 2 má sjá magnið sem tíu stærstu veiðiþjóðir veiddu frá árinu 1950-2019 ásamt öðrum löndum. Á mynd 3 eru aðeins 10 stærstu veiðiþjóðir. Mesti aflinn er veiddur í Albaníu en þeir byrjuðu ekki að veiða Lýsing fyrr en árið 1983. Þar á eftir er Alsír en þeir hafa verið að veiða Lýsing síðan 1950. Eins og sjá má þá hefur Ísland lítið veitt af þessum fisk enda þvælist hann lítið hingað, hann kom fyrst haustið 1910 en þá veiddust fjórir fiskar í botnvörpu við Eldeyjarbanka (Gunnar Jónsson og Jón Björn Pálsson, 2013).
Útbreiðsla
breytaLýsingur er víða út breiddur yfir Norðaustur-Atlantshafs. Hann safnast mikið saman við Bretlandeyjar og til suður Spánar [4] Lýsingur er að finna í Miðjarðarhafi, Svartahafi, við Bretlandseyjar og í Norðursjó inn í Skagerak og Kattegat og meðfram strönd Noregs. Hann finnst líka í norðaustanverðu Atlantshafi frá Marokkó inn í Biskajaflóa. Hann á það til að flækjast til Íslands og Færeyja (Gunnar Jónsson og Jón Björn Pálsson, 2013). Norðurstofninn er dreifðu um Kattegat, Skagerrak, Norðursjó, Ermasund, vestur af Skotlandi og Írlandi og inn í Biskajaflóa. Suðurstofnin er meðfram spænsku og portúgölsku ströndum [5]
Tilvísanir
breyta00).