Norskur svartmálmur
Norskur svartmálmur er tónlistarstefna og undirtegund svartmálms. Stefnan hófst í byrjun tíunda áratugarins. Einkenni stefnunar voru gítargripin sem voru þróuð af Blacktorn (Snorre Ruch) í hljómsveitinni Thorns/Stigma Diabolcum og Euronymous (Øystein Aarseth) í hljómsveitinni Mayhem[1] auk svart-hvítrar líkmálingar sem aðgreindu hjómsveitirnar frá öðrum hljómsveitum þungarokks.[2] Norski svartmámurinn steig út úr leikrænni sviðsetningu þungarokksins og tók ofbeldisfullt skref inn í veruleikann, tónlistin varð listræn málpípa fyrir hóp ungra manna sem gerðu uppreisn gegn samfélaginu, aðhylltust tilvistarlega heimspeki, róttæka heiðni og sýndu öfgafulla andspyrnu gegn ítökum gyðing-kristninar á norðurlöndum. Mayhem ásamt fleiri hljómsveitum (og þar má helst nefna hljómsveitina Burzum) áttu þátt í því að skapa hið alræmda orðspor sem fer af svartmálmsstefnunni, tónlistarstefnu sem almenningur tengir oftast við „djöfladýrkun“, kirkjubrennur og manndráp.
Tilvísanir
breyta- ↑ "In the Face of Death" The Guardian
- ↑ Murder Music – Black Metal. Rockworld TV.