Norskur svartmálmur

Norskur svartmálmur er tónlistarstefna og undirtegund svartmálms. Stefnan hófst í byrjun tíunda áratugarins. Einkenni stefnunar voru gítargripin sem voru þróuð af Blacktorn (Snorre Ruch) í hljómsveitinni Thorns/Stigma Diabolcum og Euronymous (Øystein Aarseth) í hljómsveitinni Mayhem[1] auk svart-hvítrar líkmálingar sem aðgreindu hjómsveitirnar frá öðrum hljómsveitum þungarokks.[2] Norski svartmámurinn steig út úr leikrænni sviðsetningu þungarokksins og tók ofbeldisfullt skref inn í veruleikann, tónlistin varð listræn málpípa fyrir hóp ungra manna sem gerðu uppreisn gegn samfélaginu, aðhylltust tilvistarlega heimspeki, róttæka heiðni og sýndu öfgafulla andspyrnu gegn ítökum gyðing-kristninar á norðurlöndum. Mayhem ásamt fleiri hljómsveitum (og þar má helst nefna hljómsveitina Burzum) áttu þátt í því að skapa hið alræmda orðspor sem fer af svartmálmsstefnunni, tónlistarstefnu sem almenningur tengir oftast við „djöfladýrkun“, kirkjubrennur og manndráp.

Tilvísanir

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.