Noradrenalín

hormón og taugaboðefni
(Endurbeint frá Norepinefrín)

Noradrenalín eða norepinefrín er hormón og taugaboðefni af flokki katekólamína. Það spilar hlutverk í flóttaviðbragðinu, styrkur þess eykst þegar hætta steðjar að.

Lyfjafræðileg verkun

breyta

Noradrenalín finnst um allan líkamann. Það er losað úr taugafrumum og binst adrenóviðtökum á öðrum taugafrumum. Noradrenalín hefur að öllu jöfnu þau áhrif í mannslíkamanum að auka blóðþrýsting eða hjartsláttartíðni.

Hjartalyfið atenólol vinnur gegn þessari verkun. Það binst við adrenóviðtakann β1 (og kallast þá antagonisti) og hindrar að noradrenalín bindist viðtakanum til að ná fram verkun sinni. Við þessa bindingu atenólol verður lækkun á hjartsláttartíðni og blóðþrýstingi. Annað lyf sem hefur áhrif á nordrenalín (og einnig dópamín) er metýlfenidat, lyf sem notað er við ADHD. Lyfið hemur að noradrenalín og dópamín séu tekin upp úr taugafrumubilinu og þar með verka þau lengur á eftirtaugafrumuna.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. Rang, H.P.; Ritter, J.M.; Flower, R.J.; Henderson, G (2016). Rang&Dale's Pharmacology. Elsevier. ISBN 978-0-7020-5363-4.
   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Taugaboðefni

AsetýlkólínadrenalíndópamínGABAglútamathistamínnoradrenalínserótónín