Fyrir fjörðinn á Austfjörðum, sjá Norðfjörður.

Norðurfjörður er fjörður á Ströndum sem er norðan við Trékyllisvík en sunnan við Ingólfsfjörð. Á nyrðri strönd fjarðarins er Krossnes og þar er heit sundlaug í flæðarmálinu. Í Norðurfirði eru flest hús komin í eyði en eitthvað er um sumarhús á svæðinu og er rekin lítil verslun á sumrin. Úr firðinum liggur akvegur til norðvesturs í gegnum Meladal yfir í Ingólfsfjörð en þaðan liggur slóði yfir í Ófeigsfjörð. Er sá vegur einungis jeppafær enda að miklu leyti í fjörunni.

Norðurfjörður
Krossneslaug

Í Norðurfirði rekur Ferðafélag Íslands skála að Valgeirsstöðum. Þar eru skálaverðir á sumrin til að þjónusta ferðamenn. Sumarið 2010 hóf Urðartindur ehf. að bjóða upp á gistingu í tveimur smáhýsum auk tjaldsvæðis. Sumarið 2012 var hlöðunni í Norðurfirði breytt þar sem á efri hæðinni eru fjögur tveggja manna herbergi og á neðri hæðinni góð aðstaða fyrir tjaldgesti og annað ferðafólk, með salerni og sætum fyrir allt að 80 manns.

Yfir Norðurfirði rísa Kálfatindar (646 m) og Krossnesfjall.

Tenglar breyta

   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.