Nigel Richards (fæddur 1967)[2] er nýsjálenskur-malasískur skraflari sem er almennt talinn vera besti mótspilari í skrafli frá upphafi. Richards fæddist og ólst upp á Nýja-Sjálandi og varð heimsmeistari árið 2007 og endurtók leikinn árin 2011, 2013, 2018 og 2019. Hann vann einnig þriðja meistaramót enskumælandi skraflara árið 2019.[3]

Nigel Richards
Richards árið 2018
Fæddur1967
Christchurch, Nýja-Sjáland[1]
StörfSkraflari

Richards er einnig fimmfaldur bandarískur meistari (fjórum sinnum í röð frá 2010 til 2013), áttfaldur breskur meistari, ellefufaldur meistari á heimsmeistaramótinu í Singapúr og fimmtánfaldur meistari á heimsmeistaramótinu í Taílandi, stærsta skraflmót heims.

Árið 2015, þrátt fyrir að tala ekki frönsku, varð Richards heimsmeistari í frönsku skrafli eftir að hafa eytt að sögn níu vikum í að læra frönsku orðabókina.[4][5] Hann varð aftur meistari árið 2018 og margsinnis aftur frá árinu 2016.[6]

Richards er nafntogaður fyrir að vera sjónmunamaður og tölvitringur. Richards er að sögn einangraður persónuleiki og hefur sjaldan verið í viðtölum.[7]

Árið 2015 bauð Skraflfélag Íslands honum Richards að mæta til leiks á Íslandsmótinu í skrafli og læra málið utanbókar, en Richards afþakkaði boðið.[8]

Skraflferill

breyta

Richards keppti fyrst í skrafli hjá Christchurch-skraflklúbbnum á Nýja-Sjálandi. Frá því að hann hóf keppnisferil sinn árið 1996 hefur hann unnið um 75% mótsleikja sinna og safnað um 200.000 bandaríkjadölum í verðlaunafé.[9] Árið 2000 flutti Richards til Malasíu.

Richards varð heimsmeistari í skrafli og þénaði 15.000 bandaríkjadali með því að vinna úrslitakeppni, 3 leiki á móti 0, gegn Malasanum Ganesh Asirvatham.

Síðan 2020

breyta

Eftir að hafa orðið meistari á meistaramót enskumælandi skraflara hefur Richards ekki tekið þátt í neinum öðrum meistaramótum. Síðasta stórmótið sem hann tók þátt í var ASCI 2023 Masters, sem hann vann.[10]

Tilvísanir

breyta
  1. Willsher, Kim (21. júlí 2015). „The French Scrabble champion who doesn't speak French“. The Guardian. Afrit af uppruna á 28. júlí 2015.
  2. Gendron, Guillaume (27. júlí 2015). „Nigel Richards, déchiffrer des lettres“. Libération (franska). Afrit af upprunalegu geymt þann 15. maí 2023.
  3. Nigel’s WESPAC title
  4. „Talar ekki málið en vann skraflmót“. www.mbl.is. Sótt 14. júní 2024.
  5. „Sigraði í Skrafli en kann ekki tungumálið - RÚV.is“. RÚV. 22. júlí 2015. Sótt 14. júní 2024.
  6. „The scrabble legend with few words to say, but plenty to play“. ESPN (enska). 16. janúar 2019. Sótt 29. október 2023.
  7. Pascaud, May (21. júlí 2015). „The new French-language Scrabble champion doesn't speak French“. The World. PRX. Sótt 9. mars 2023.
  8. „Þegar Skraflfélagið skoraði á Nigel“. 13. desember 2016. Sótt 14. júní 2024.
  9. „Nigel Richards – Player Profile“. cross-tables.com. Sótt 23. febrúar 2014.
  10. „Nigel Richards“. World English Language Scrabble Players Association. Sótt 2. nóvember 2023.