Lough Neagh ([lɔk ne], írska: Loch nEathach [lɔx ˈɲahax]) er stærsta stöðuvatn á Írlandi og jafnframt það stærsta á Bretlandseyjum, en það er um 388 km² að flatarmáli. Vatnið er um 30 km að lengd og um 15 km að breidd, og er staðsett í Norður-Írlandi, um 30 km vestur af Belfast. Vatnið er víða mjög grunnt, en það er að meðaltali 9 metrar að dýpt. Á dýpsta punkti er það um 25 metrar að dýpt. Sökum þess hve opið það er úr öllum vindáttum, og vegna þess hve grunnt það er, þá verður oft mjög stormasamt á vatninu.

Lough Neagh á korti.

Fimm af þeim sex sýslum sem eru í Norður Írlandi hafa strandlengju á vatninu, Antrim, Armagh, Londonderry, Down og Tyrone. Margir bæir eru við vatnið, m.a. Antrim, Toomebridge, Ballyronan, Lurgan, Craigavon og Magherafelt.

Írskar þjóðsögur segja frá því hvernig Lough Neagh var myndað af Fionn Mac Cumhaill þegar hann mokaði upp hluta af Írlandi í lófanum sínum og varpaði því í andstæðing sinn í Skotlandi.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Lough Neagh“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. janúar 2006.