Minkur
(Endurbeint frá Neovison vison)
Minkur (fræðiheiti: Neogale vison) er rándýr af marðarætt sem lifir um alla Norður-Ameríku og á Íslandi þangað sem hann var fluttur til loðdýraræktar árið 1931, slapp fljótlega út og breiddist hratt út um allt land. Almennt er litið á minkinn sem aðskotadýr og meindýr á Íslandi og kerfisbundið reynt að halda honum í skefjum. Minkurinn er lítill (um 40 cm á lengd), langur og grannur með lítið höfuð, svartan feld, langt og loðið skott og hvítan blett undir hökunni. Minkurinn er mjög fær að synda í ám og vötnum þar sem hann veiðir fisk og fugla.
Minkur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Neogale vison (Schreber, 1777) |
Tenglar
breytaWikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Minkur.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist minkum.
Wikilífverur eru með efni sem tengist minkum.