Navtex (úr ensku: Navigational Telex) er sjálfvirk fjarskiptaþjónusta á millitíðni sem sendir út stafrænar veðurspár og öryggistilkynningar til skipa á sjó. Navtex-skilaboð eru send út frá Navtex-stöðvum á fjögurra tíma fresti frá miðnætti. Hver stöð fær fastan 10 mínútna glugga til að senda boðin út. Navtex-móttakarar um borð í skipum prenta skilaboðin út eða sýna á skjá. Jörðinni er skipt í 16 Navtex-svæði þar sem sent er út ýmist á 424, 490 eða 518 kHz tíðni. Svæði 1 nær til dæmis yfir Norður-Atlantshaf, Norðursjó og Eystrasalt og þar er sent út á 518 kHz. Á Íslandi eru fjórar Navtex-sendistöðvar, í Grindavík og á Sauðanesi við Siglufjörð sem senda út á 518 kHz á ensku og 490 kHz á íslensku.[1]

Útprentun úr Navtex-móttakara.

Kosturinn við Navtex miðað við aðra tækni sem byggist á VHF-bylgjum er að útsendingin næst á mjög stóru svæði. Síðustu ár hafa tæki sem nýta sér samskipti um gervihnött tekið við þessu hlutverki. Navtex er hluti af GMDSS-staðlinum um öryggisfjarskiptakerfi á sjó.

Tilvísanir breyta

  1. „Njóta minna öryggis ef ekki er réttur búnaður um borð“. Landhelgisgæsla Íslands. 12.1.2009. Sótt 24.8.2023.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.