Narsarsuaq (eldri ritháttur er Narssarssuaq) er bær á Suður-Grænlandi. Orðið er grænlenska og þýðir „stóra sléttan“. Hér var ein helsta þungamiðja byggðar í Eystribyggð Grænlendinga hinna fornu, enda Brattahlíð rétt hjá, hinum megin fjarðarins. Íbúar eru um 160 (2010).

Flugvél frá Air Greenland á flugvellinum í Narsarsuaq.

Árið 1941 byggði Bandaríkjaher flugstöð sem kölluð var Bluie West One, og var hún mikilvægur hlekkur í flutningum frá Ameríku til Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Samkomulag varð milli Danmerkur og Bandaríkjanna 1951 um sameiginlegan rekstur. Haldið var áfram að stækka flugstöðina þangað til Thule-flugstöðin var byggð á Norður-Grænlandi en hún var mun stærri og fullkomnari. Flugstöðin í Narsarsuaq var lögð niður 1958 en opnuð að nýju 1959 og þá einungis sem almenningsflugvöllur. Air Greenland flýgur daglega áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Narsarsuaq og einnig innanlands á Grænlandi. Þar að auki flýgur Flugfélag Íslands á sumrin til Narsarsuaq frá Reykjavík.

Ítarefni

breyta