Naddoður
(Endurbeint frá Naddoddur)
Naddoður (eða Naddoddur [1]) fann Ísland fyrstur norrænna manna, samkvæmt Landnámubók. Naddoður, sem var Ásvaldsson [2] , fæddist í Noregi en var meðal þeirra fyrstu sem settust að í Færeyjum. Eitt sinn, er hann var á leið frá Noregi til Færeyja, ásamt föruneyti, rak hann af leið og kom þá til Íslands.
Naddoður og menn hans gengu upp á fjall eitt hátt á Austfjörðum og lituðust víða um eftir reyk eða öðrum merkjum þess að landið væri byggt en sáu ekkert. Þegar þeir sigldu frá landinu snjóaði í fjöll og nefndi Naddoður landið því Snæland. Hann lofaði ennfremur landið mjög, ólíkt því sem Flóki gerði síðar.
Einn af niðjum Naddoðs deildi nokkuð við Einar Sigmundsson, sonarson Ketils þistils sem nam Þistilfjörð.
Tilvísanir
breyta