Breska nýbylgjan í þungarokki
Breska nýbylgjan í þungarokki eða The new wave of British heavy metal, skammstafað NWOBHM var tónlistarstefna sem rætur átti að rekja til Englands á miðjum til síðari hluta 8. áratugs 20. aldar. Hún átti sér stað þegar pönkið fór að dvína í vinsældum. Sveitir tóku þá áhrif frá fyrstu þungarokkssveitunum og bættu við hráleika og hraða á við pönkið. Textagerð var yfirleitt um daglegt líf og fantasíur. Atvinnuleysi og efnahagskreppa var á þessum tíma á Englandi.
Meðal þekktustu sveitanna eru Iron Maiden og Def Leppard og Motörhead. Einnig má nefna Saxon, Diamond Head, Venom og Raven.
Stefnan hafði áhrif á sveitir eins og Metallica en Lars Ulrich var plötusafnari NWOBHM-sveita. Áhrif voru á undirgeira þungarokksins eins og þrass, powermetal og melódískt dauðarokk.