Nýskáldsagan
(Endurbeint frá Nýja skáldsagan)
Nýskáldsagan (eða nýsagan franska) (franska: nouveau roman) er hugtak sem haft er um sumar skáldsögur Frakka á árunum 1942-1970 og eru allar eftir höfunda sem sneru baki við hinni hefðbundnu skáldsögu. Nýskáldsögur skrifuðu höfundar eins og Alain Robbe-Grillet, Robert Pinget og Nathalie Sarraute en margir af þeim gáfu einmitt út hjá forlaginu Éditions de Minuit. Nýskáldsagan var tilraunakennd, lék sér að ritstílum og átti sér heimspekilegar rætur. Hugtakið varð til hjá gagnrýnandanum Émile Henriot þann 22. maí 1957, þegar hann skrifaði grein um bókina La Jalousie eftir Alain Robbe-Grillet.