Feluorð
(Endurbeint frá Nóaorð)
Feluorð (eða nóaorð) er orð notað í stað bannorðs, og tengist oft hjátrú, þ.e.a.s. að nefna ekki það sem um er rætt réttu nafni til að forðast að eitthvað fari öðruvísi en ætlað var. Refaskyttur nefna t.d. refinn oft lágfótu til að refurinn „hafi ekki pata“ af hvað skyttan ætlar sér. Þá má líka nefna fjölbreytni íslenskunnar um hákarlsheiti, og eru sum þau orð bannorð eða feluorð, sem algengt var í sambandi við sjómennsku. Bannheldi og feluorð skipa þó mun meira rúm í færeysku en íslensku.
Orðið nóa í nóaorð er ættað úr Kyrrahafseyjum og merkir: óguðlegur. [1]
Dæmi um feluorð
breyta- afrás var haft um flot, eða eins og segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar: mátti aldrei nefna ,,ket`` né ,,flot``, heldur ,,klauflax`` og ,,afrás``.
- grunnhætta var fyrrum feluorð þegar verið var á sjó, en þá var botn bannorð. Þá var talað um grunnhættu og ef færið hjóst var að grunnhöggvast.
- hóflax var haft um hrossakjöt.
- pokaönd var haft um ólöglega veiddan æðarfugl þegar um hann var rætt.
- vængjagrásleppa var haft um æðarkollu sem hefur veiðst í net.