Veigrunarorð
Veigrunarorð, fegrunarheiti, skrautyrði (eða skrauthvörf) eru allt orð sem notuð eru yfir tjáningu sem er ætlað að vera þægilegri fyrir áheyrandann en tjáningin sem hún kemur í staðinn fyrir.
Dæmi
breyta- „Ansvítinn“, „ansinn“, „défustinn“, „délinn“ og „djanginn“ eru veigrunarorð höfð í staðinn fyrir andskotinn.
- „Ganga örna sinna“, „tefla við páfann“, „hafa hægðir til baksins“ eru skrautyrt orðasambönd höfð um það að kúka eða skíta.
- „Kviðsvið“ er veigrun orðsins hrútspungar.
- „Haltu þér saman“ er veigrun orðsins þegiðu.