Tabú
Tabú er feminísk fötlunarhreyfing sem stofnuð var árið 2014 og vinnur að félagslegu réttlæti og gegn margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki. Tabú býður upp á fræðsluerindi og styttri námskeið fyrir stóra og smáa hópa. Tabú veitir einnig faglega ráðgjöf til fagfólks, samtaka og annarra aðila.
Talskonur og stofnendur Tabú eru Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir. Embla lærði félags- og kynjafræði við Háskóla Íslands, þar rannsakaði hún öráreitni gegn fötluðu fólki. Freyja hefur lokið grunnnámi í þroskaþjálfafræði og framhaldsnámi í hagnýtri jafnréttisfræði og kynjafræði.
Ásamt því að bjóða upp á fræðsluerindi og námskeið veitir Tabú einnig ýmiss konar faglega ráðgjöf eins og yfirlestur gagna, álitsgjöf til fjölmiðla og ráðgjöf varðandi stefnumótun.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Heimasíða Tabú“. Sótt 18.mars 2021.