Náttskuggaætt eða kartöfluætt (fræðiheiti: Solanaceae) er ætt dulfrævinga sem margir eru ætir en sumir eitraðir (og sumir bæði með eitraða og æta hluta). Margar jurtir af þessari ætt eru hagnýttar af mönnum og eru mikilvægt hráefni í matargerð, sem krydd og í lyfjagerð. Margar jurtir af þessari ætt innihalda aftur á móti mikið magn af beiskjuefnum sem geta haft eitrunaráhrif á menn og dýr, allt frá minniháttar óþægindum að því að vera banvæn í litlum skömmtum.

Náttskuggaætt
Blómstrandi englatrompet.
Blómstrandi englatrompet.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Kartöflubálkur (Solanales)
Ætt: Solanaceae
Juss.
Ættkvíslir

Blóm jurta af náttskuggaætt eru venjulega keilulaga eða trektlaga með fimm samvaxin krónublöð. Laufin eru stakstæð, oft með loðið yfirborð.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.