Myllumerki

(Endurbeint frá Myllutengi)

Myllumerki, myllutengi eða kassamerki[1], er merki eða tagg sem er notað á samfélagsmiðlum og örbloggum sem auðveldar notendum að finna færslur um tiltekið þema eða umræðuefni. Myllumerki er lykilorð eða (stutt) lykilsetning sem fylgt er eftir með tákninu # (myllutákn). Myllumerkið er stafbila- og greinimerkjalaust og er samklesst myllutákninu. Það gerir fólki auðveldara að finna og tengjast því efni sem er tengt merkinu og taka þátt í umræðum um það með því að nota sama merki.

Skilti á ráðstefnu með kassamerkinu #TimeToAct

Myllumerkið er ein tegund lýsisgagnamerkja sem notuð eru í bloggum og samfélagsmiðlum á netinu, til dæmis samfélagsmiðlinum X, Instagram og Facebook. Kassamerki eru mjög oft notuð í umræðum um samfélagsleg mál og til að sýna samstöðu með fólki sem hefur orðið fyrir fordómum eða harmleik.

Heimildir

breyta
  1. Dæmi um notkun orðsins kassamerki: „Eiríkur Stefán er upphafsmaður #12stig en nú er það orðið vörumerki Vodafone“. Sótt 15. nóvember 2015.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.