Mólúkkaeyjar
(Endurbeint frá Molukkaeyjar)
Mólúkkaeyjar eða Malukueyjar eru eyjaklasi í Indónesíu, hluti Malajaeyja mitt á milli Indlandshafs og Kyrrahafs á Ástralíuflekanum austan við Súlavesí, vestan við Nýju Gíneu og norðan við Tímor. Eyjarnar voru áður þekktar sem Kryddeyjar en það heiti hefur líka verið notað um eyjarnar undan strönd Tansaníu.