Mjölbjalla (fræðiheiti Tenebrio molitor) er stór bjalla af mjölbjölluætt (Tenebrionidae) sem lifir einkum á plöntuafurðum og plöntuleifum. Hún er jafnbreið fram og aftur og er dökkdumbrauð til svört á lit. Bjallan er upprunnin í Evrasíu en er útbreidd um allan heim. Hún þrífst utanhúss á Norðurlöndum og hefur fundist á nokkrum stöðum á Íslandi. Bjallan þrífst vel í skemmdu mjöli sem raki hefur komist í og var áður til vandræða í bakaríum.

Mjölbjalla
Fullvaxta mjölbjalla.
Fullvaxta mjölbjalla.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Bjalla (Coleoptera)
Ætt: Mjölbjölluætt (Tenebrionidae)
Ættkvísl: Tenebrio
Tegund:
Mjölbjalla (T. molitor)

Tvínefni
Tenebrio molitor
Linnaeus, 1758
Mjölbjalla
Myndband af lirfum mjölbjöllu (mjölormum) á laufblaði

Eins og öll skordýr sem taka fullkominni myndbreytingu fer mjölbjalla gegnum fjögur form, frá eggi (fóstur), lirfu og púpuform og síðan fullvaxta skordýr. Eðlilegur lífsferill bjöllunnar er tvö ár. Mjölbjalla verpir allt að 500 eggjum. Í heimkynnum sínum eru bjöllurnar einkum á ferli á nóttunni.

Mjölbjalla berst með mjölsendingum. Hún fannst fyrst í Reykjavík árið 1934 og nokkru síðar á Ísafirði. Mjölbjöllur hafa verið ræktaðar sem gæludýrafæða og dýrafóður því lirfur bjöllunar (mjölormar) er stórar eða allt að 25 mm og afar prótínríkar. Það tíðkast víða um lönd að gefa garðfuglum (hænum o.fl.) mjölbjöllulirfur einkum um varptímann þegar fuglarnir þurfa próteinríka fæðu.

Mjölormar hafa verið notaðir í sælgætisgerð til að framleiða sælgæti með tequila bragði.

Myndir

breyta

Heimild

breyta