Nokia Lumia er lína snjallsíma og spjaldtölva sem var seld og hönnuð af Microsoft (áður Nokia). Vörulínan kom á markaðinn í nóvember 2011 og var útkoma langtímasamvinnu milli Nokia og Microsoft. Sem slíkt keyra allir Lumia-símar stýrikerfið Windows Phone sem er í samkeppni við iPhone-, Android- og BlackBerry-tæki. Nafnið „Lumia“ er dregið af finnska orðinu lumi, sem þýðir „snjór“.

Þann 3. september 2013 tilkynnti Microsoft að það hafði keypt farsímadeild Nokia. Gengið var frá kaupunum þann 25. apríl 2014. Frá þessum degi heyrði Lumia-línan undir farsímadeild Microsoft. Merkið „Nokia“ verður notað áfram undir eigu Microsoft. Fyrsta spjaldtölvan undir nafninu Lumia var kynnt til sögunnar í október 2013.

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.