Michael Pedersen Friis

Forsætisráðherra Danmerkur (1857-1944)

Michael Pedersen Friis, betur þekktur sem M. P. Friis, (22. október 185724. apríl 1944) var danskur lögfræðingur sem gegndi stöðu forsætisráðherra Danmerkur í bráðabirgðaríkisstjórn í um mánaðartíma árið 1920.

Michael Pedersen Friis
Forsætisráðherra Danmerkur
Í embætti
5. apríl 1920 – 5. maí 1920
Persónulegar upplýsingar
Fæddur22. október 1857
Óðinsvéum, Danmörku
Látinn24. apríl 1944 (86 ára) Kaupmannahöfn, Danmörku
ÞjóðerniDanskur
StjórnmálaflokkurÓflokksbundinn
HáskóliKaupmannahafnarháskóli
StarfLögfræðingur

Ævi og ferill breyta

M. P. Friis fæddist í Óðinsvéum og lauk námi í lögfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Áður en hann gerðist opinber embættismaður vann hann um tíma við blaðamennsku og reyndist þá aðhyllast ýmsar frjálslyndar skoðanir þrátt fyrir að teljast íhaldsmaður að öðru leyti. Til að mynda studdi hann kosningarétt kvenna.

Kristján X. konungur vék Carl Theodor Zahle úr embætti forsætisráðherra og freistaði þess að skipa íhaldssama bráðabirgðatjórn undir forystu Otto Liebe. Reiðibylgjan sem reis í landinu í kjölfar þeirrar skipunar varð til þess að konungur myndaði nýja og ópólitískar stjórn tæpri viku síðar undir stjórn M. P. Friis, sem naut virðingar þvert á hið pólitíska litróf. Megintilgangur hennar var að undirbúa nýjar kosningar í landinu og þurfti t.a.m. að gera ýmsar ráðstafanir til að íbúar nýrra landsvæða sem tilheyrt höfðu Þýskalandi fyrir heimsstyrjöldina.

Eftir kosningarnar tók stjórn Venstre undir forystu Niels Neergaard við völdum.


Fyrirrennari:
Otto Liebe
Forsætisráðherra Danmerkur
(5. apríl 19205. maí 1920)
Eftirmaður:
Niels Neergaard