Fáni er litað klæði eða dúkur sem er flaggað á fánastöng. Fánar eru m.a. notaðir sem þjóðfánar, þ.e. tákn lands og þjóðar eða í auglýsinga- eða áróðursskyni. Skipafánar eru notaðir í samskiptum á hafi úti. Fánar voru líklega upprunalega notaðir í hernaði, til að herforingjar gætu fylgst með framvindu orrustna og sent skilaboð milli herfylkinga. Að vinna fána óvinarins var tákn um sigur í orrustunni.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.