Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Lagt hefur verið til að þessari grein verði eytt af eftirfarandi ástæðu: breyta í tilvísun á Háskóli Íslands - ekkert sem hér kemur fram umfram það sem þar kemur fram og í greininni um Kennaraháskólann Ef þú ert andvígur eyðingu greinarinnar, vinsamlegast láttu vita á spjallsíðunni og taktu fram hvers vegna. |
Menntavísindasvið Háskóla Íslands er eitt fimm sviða innan Háskóla Íslands. Það menntar kennara fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga og þroskaþjálfa. Menntavísindasvið er að kjarna til Kennaraháskóli Íslands sem sameinaðist Háskóla Íslands 1. júlí 2008.
Nám á menntavísindasviði er ýmist staðbundið nám, fjarnám eða sveigjanlegt nám.
Húsakynni
breytaMenntavísindasvið hefur aðsetur í Stakkahlíð, Skipholti og Bolholti í Reykjavík og á Laugarvatni.
Aðalbygging Kennaraháskólans er við Stakkahlíð. Þar var tekin í notkun nýbyggingin Hamar árið 2002. Kennsla í list- og verkgreinum fer fram í Listgreinahúsi skólans í Skipholti 37. Skrifstofur margra kennara og stofnana innan skólans eru í Skipholti og Bolholti. Íþróttanám fer fram á Laugarvatni.
-
Kort af húsakynnum Menntavísindasviðs H.Í. við Stakkahlíð
-
Klettur
-
Matsalur, séð inn í Skála
-
Aðalinngangur við Stakkahlíð
-
Aðalinngangur