Menningarstjórnun
Menningarstjórnun er fræðigrein sem leggur áherslu á að skoða samspil menningar og stjórnunar á gagnrýninn hátt. Sérstaklega er fjallað um stofnanir, fyrirtæki og skipulagsheildir sem hafa með miðlun menningararfs og list að gera, hver markmið þessara stofnana eru og hvernig þeim markmiðum verður best náð. Menningarstjórnun fjallar einnig um hlutverk „menningarstjórnandans“ og vald/möguleika hans/hennar til þess að hafa áhrif á starf menningarfyrirtækja, umhverfi þeirra og samfélagið í heild.
Menningarstjórnun er sjálfstætt rannsóknarsvið en tengist öðrum greinum, svo sem fagurfræði, listasögu, safnastjórnun, markaðsfræði og hagfræði.
Tenglar
breyta- Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst Geymt 29 nóvember 2010 í Wayback Machine