Melges 24
Melges 24 er 24 feta (7,3 metra) langur opinn kjölbátur sem er oftast notaður sem kappsiglingabátur með tveggja til fimm manna áhöfn. Hann var hannaður af bandaríska fyrirtækinu Reichel/Pugh árið 1992 og er framleiddur af Melges Performance Sailboats.
Báturinn er með fokku og bermúdasegl og er búinn gennaker sem er festur á laust bugspjót að framan. Samanlagður seglaflötur er 1000 ferfet (um 93 fermetrar).