Melges 24 er 24 feta (7,3 metra) langur opinn kjölbátur sem er oftast notaður sem kappsiglingabátur með tveggja til fimm manna áhöfn. Hann var hannaður af bandaríska fyrirtækinu Reichel/Pugh árið 1992 og er framleiddur af Melges Performance Sailboats.

Melges 24

Báturinn er með fokku og bermúdasegl og er búinn gennaker sem er festur á laust bugspjót að framan. Samanlagður seglaflötur er 1000 ferfet (um 93 fermetrar).