Matthew Gray Gubler

Matthew Gray Gubler (fæddur 9. mars 1980) er bandarískur leikari og leikstjóri sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Criminal Minds og Alvin and the Chipmunks kvikmyndunum.

Matthew Gray Gubler
Matthew Gray Gubler
Matthew Gray Gubler
Upplýsingar
FæddurMatthew Gray Gubler
9. mars 1980 (1980-03-09) (44 ára)
Ár virkur2004 -
Helstu hlutverk
Paul í (500) Days of Summer
Simon í Alvin and the Chipmunks og Alvin and the Chipmunks: The Squeakquel
Dr. Spencer Reid í Criminal Minds

Einkalíf

breyta

Gubler er fæddur og uppalinn í Las Vegas í Nevada. Sem menntaskólanemi þá stundaði Gubler nám við Las Vegas Academy of International Studies, Performing and Visual Arts þar sem hann lærði leiklist, þrátt fyrir að skólinn kenndi ekki kvikmyndagerð sem er aðaláhugamál Gublers.[1] Gubler stundaði nám við Tisch School of the Arts við New-York-háskólann í kvikmyndaleikstjórn. Gubler vann sem módel fyrir Tommy Hilfiger, Burberry, Louis Vuitton og Marc Jacobs á meðan hann var við nám í New York. Var boðið starfsnám hjá leikstjóranum Wes Anderson, sem sagði Gubler að fara í áheyrnarpróf fyrir hlutverk í myndinni The Life Aquatic with Steve Zissou sem Gubler fékk.[2]

Leikstjóri

breyta

Gubler leikstýrði stuttmyndunum Claude: A Symphony of Horror og The Cactus That Looked Just Like a Man. Gubler leikstýrði og skrifaði handritið að grínstuttmyndunum Matthew Gray Gubler: The Unauthorized Documentary og The Authorized Documentary sem hann gerði á tökustað Criminal Minds. Gubler hefur leikstýrt tveim þáttum af Criminal Minds.[3]

Ferill

breyta

Sjónvarp

breyta

Fyrsta hlutverk Gublers í sjónvarpi var í Arrested Development. Gubler hefur síðan 2005 leikið eitt af aðalhlutverkunum í Criminal Minds sem Dr. Spencer Reid.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta hlutverk Gublers í kvikmyndum var í The Life Aquatic with Steve Zissou síðan 2004. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við Alvin and the Chipmunks, How to Be a Serial Killer, (500) Days of Summer og Pornstar.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2004 The Life Aquatic with Steve Zissou Nemi nr. 1
2006 RV Joe Joe
2006 Matthew Grey Gubler: The Unauthorized Documentary Sem hann sjálfur
2007 Alvin and the Chipmunks Simon Talaði inn á
2008 The Great Buck Howard Russell
2008 How to Be a Serial Killer Bart
2009 (500) Days of Summer Paul
2009 Alvin and the Chipmunks: The Squeakquel Simon Talaði inn á
2010 Pornstar Ziggy
2011 Magic Valley Mok
2011 Alvin and the Chipmunks: Chip-Wrecked Simon Talaði inn á
Í eftirvinnslu
2012 Excision Mr. Claybaugh Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2005 Arrested Development Göngumaður Þáttur: Burning Love
2005-til dags Criminal Minds Dr. Spencer Reid 144 þættir

Leikstjórn

breyta
Ár Kvikmynd / Sjónvarpsþáttur Athugasemdir
2001 Claude: A Symphony of Horror
Dead or Retarded "Floyd the Magnificent"
2004 The Cactus That Looked Just Like a Man Handritshöfundur, kvikmyndatökumaður, framleiðandi og klippari.
2005 Matthew Gray Gubler's Life Aquatic Intern Journal Handritshöfundur, kvikmyndatökumaður, framleiðandi og klippari
2006 Reagan Whirlwind Heat's tónlistarmyndband
Matthew Gray Gubler: The Unauthorized Documentary Þættir 1–5
Matthew Gray Gubler: The AUTHORIZED Documentary Þáttur 1
2007 "Don't Shoot Me Santa" The Killers tónlistarmyndband
2009 Matthew Gray Gubler: The Unauthorized Documentary Þáttur 10
2010 Criminal Minds Sería 5 – Þáttur 16: Mosley Lane
2011 Criminal Minds Sería 6 – Þáttur 18: Lauren
2012 Criminal Minds Sería 7 – Þáttur 19


Tilvísanir

breyta
  1. "LIFE ON THE COUCH: Las Vegan Gubler enjoying his accidental acting career." ReviewJournal.com. January 29, 2007.
  2. Matthew Gray Gubler á IMDB síðunni
  3. „Matthew Gray Gubler á Criminal Minds heimasíðunni á CBS sjónvarpsstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. nóvember 2011. Sótt 7. nóvember 2011.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta