Matthías Örn Friðriksson

Matthías Örn Friðriksson er íslenskur pílukastari. Hann er þrefaldur Íslandsmeistari í pílukasti þar sem hann vann Íslandsmótið þrjú ár í röð, frá 2020 til 2022.[1][2][3] Hann er eini Íslendingurinn sem hefur spilað á stórmóti Professional Darts Corporation (PDC). Árið 2022 tók Matthías þátt í Nordic Darts Masters og mætti þáverandi heimsmeistara Peter Wright.

Matthías fæddist í Dalvík þann 9. september 1986 og ólst upp þar. Hann hóf að kasta pílu þegar hann flutti til Grindavíkur árið 2011.

Heimildir

breyta
  1. ipsdart. (2020, 9. mars). Íslandsmót 501 - Úrslit. Íslenska pílusambandið. https://dart.is/islandsmot-501-urslit-3/
  2. ipsdart. (2021, 3. maí). Íslandsmótið í pílukasti - Úrslit. Íslenska pílusambandið. https://dart.is/islandsmotid-i-pilukasti-urslit/
  3. ipsdart. (2022, 16. maí). Íslandsmótið í pílukasti 2022. Íslenska pílusambandið. https://dart.is/islandsmotid-i-pilukasti-2022-urslit/
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.