Massif Central eða Franska miðhálendið (Oksítanska: Massís Central) er hálent svæði í Suður-Frakklandi sem samanstendur af fjöllum og hásléttum. Massif Central er aðskilið Ölpunum af Rhône-dalnum.

Hálendið þekur um 15% Frakklands.
Puy de Sancy.

Granít og umbreytt berg eru helstu bergtegundir og svæðið var eldvirkt fyrir tugþúsundum ára. Hæsti tindurinn er Puy de Sancy (1.886 m).

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Massif Central“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. jan. 2019.