Martha Ásdís Hjálmarsdóttir
Martha Ásdís Hjálmarsdóttir er prófessor í lífeindafræði við Námsbraut í lífeindafræði við Læknadeild Háskóla Íslands og er þar námsbrautarstjóri.[1]
Martha Ásdís Hjálmarsdóttir | |
---|---|
Störf | Prófessor í lífeindafræði við Námsbraut í lífeindafræði við Læknadeild Háskóla Íslands |
Ferill
breytaMartha lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1971,[2] prófi í lífeindafræði frá Tækniskóla Íslands 1973[3] og doktorsprófi í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands 2016. Hún varð fyrsti lífeindafræðingurinn sem lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar ber heitið "Faraldsfræði pneumókokka með minnkað næmi fyrir penisillíni á Íslandi."[4][5]
Að loknu námi í lífeindafræði hóf hún störf sem lífeindafræðingur á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og er þar enn í hlutastarfi sem fræðslustjóri.[1] Kennsluferill hennar hófst 1982 en þá tók hún þátt í skipulagningu og kennslu lífeindafræði til BS prófs við Tækniskóla Íslands. Luku fyrstu lífeindafræðingarnir BS prófi 1985 og varð TÍ þar með fyrsti skólinn á Norðurlöndum sem bauð upp á grunnnám í lífeindafræði til BS gráðu. Martha hóf síðan störf við Háskóla Íslands 2005 þegar kennsla í lífeindafræði fluttist þangað.[6] Jafnframt kennslu var hún ráðin námsbrautarstjóri Námsbrautar í lífeindafræði og leiddi hún skipulagningu kennslunar í HÍ bæði í grunn- og framhaldsnámi. Námsbrautin var sú fyrsta á Norðurlöndum til að bjóða upp á samfellt nám í greininni til MS gráðu.[7] Kennsla Mörthu er einkum á sviði sýklafræði.[1] Árið 2019 fékk hún framgang í starf prófessors við Læknadeild.[8]
Rannsóknir
breytaMeginþráður rannsókna hennar varðar sýklalyfjaónæmi baktería. Undanfarin ár hafa rannsóknir hennar fyrst og fremst snúist um faraldsfræði penisillín ónæmra pneumókokka, eiginleika ónæmra klóna og áhrif pneumókokkabólusetningar á útbreiðslu þeirra.[9] Jafnframt hefur hún stundað rannsóknir á bakteríuvirkni ýmissa náttúrlegra efna og afleiðum af þeim í samstarfi við kennara og nemendur í lyfjafræði.[3][10][11]
Félagsstörf og viðurkenningar
breytaMartha hefur verið virk í félagstarfi lífeindafræðinga og átt sæti í fjölmörgum nefndum og stjórnum sem fara með málefni því tengd. Meðal annars var var hún formaður Félags lífeindafræðinga[12] 1988-1993[1] og formaður Bandalags Háskólamanna[13] 1996-1998. Hún varð fyrst kvenna á Íslandi til að vera kosin formaður í heildarsamtökum launamanna.[14] Hún var í stjórn alþjóðasamtaka lífeindafræðinga (IFBLS)[15] 1994-2004 og forseti samtakanna 2000-2002. Árið 2016 veittu samtökin henni viðurkenningu fyrir framúrskarandi framlag til lífeindafræði á alþjóðavettvangi.[16]
Æska og einkalíf
breytaMartha er dóttir Hjálmars Ágústssonar verkstjóra og fiskmatsmanns og Svandísar Ásmundsdóttur húsmóður og skrifstofumanns. Hún er gift Þorsteini A. Jónssyni, skrifstofustjóra Hæstaréttar, og eiga þau synina Hjálmar lækni og Magna hönnuð og kaupmann og fimm barnabörn.[17]
Helstu ritverk
breyta- Hjalmarsdottir, M. A., Quirk, S.J.,Haraldson G., Erlendsdottir H., Haraldsson A., Kristinsson K.G. (2017). Comparison of Serotype Prevalence of Pneumococci Isolated from Middle Ear, Lower Respiratory Tract and Invasive Disease Prior to Vaccination in Iceland. PLoS One 12(1): e0169210.
- Hjalmarsdottir, M. A., Gumundsdottir, P. F., Erlendsdottir, H., Kristinsson, K. G., & Haraldsson, G. (2016). Cocolonization of pneumococcal serotypes in healthy children attending day care centers: Molecular versus conventional methods. Pediatr Infect Dis J, 35(5), 477-480.
- Hjalmarsdottir, M. A., Petursdottir, B., Erlendsdottir, H., Haraldsson, G., & Kristinsson, K. G. (2015). Prevalence of pilus genes in pneumococci isolated from healthy preschool children in Iceland: association with vaccine serotypes and antibiotic resistance. J Antimicrob Chemother, 70(8), 2203-2208.
- Hjalmarsdottir, M. A., & Kristinsson, K. G. (2014). Epidemiology of penicillin-non-susceptible pneumococci in Iceland, 1995-2010. J. Antimicrob. Chemother., 69(4), 940-946.
- Thorsteinsson T, Masson M, Kristinsson KG, Hjalmarsdottir MA, Hilmarsson H. Loftsson T (2003). Soft antimicrobial agents: synthesis and activity of labile environmentally friendly long chain quaternary ammonium compounds. J Med Chem. 2003 Sep 11;46(19):4173-81.
- Ingólfsdóttir K, Hjálmarsdóttir MÁ, Sigurdson A, Gudjonsdottir GA, Brynjolfsdottir A, Steingrímsson O. (1997). In vitro susceptibility of Helicobacter pylori to protolichesterinic acid from the lichen Cetraria islandica. Antimicrobial Agents and Chemotherapy, 41(1):215-217.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 „Martha Ásdís Hjálmarsdóttir. Prófessor. Námsbrautarstjóri Námsbrautar í lífeindafræði“. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Menntaskólinn á Akureyri. Stúdentar 1971 Geymt 1 ágúst 2021 í Wayback Machine. Sótt 16. september 2019.
- ↑ 3,0 3,1 „Vísindavefurinn. Hvað hefur vísindamaðurinn Martha Ásdís Hjálmarsdóttir rannsakað?“. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2016). Fyrst lífeindafræðinga með doktorsgráðu frá HÍ. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Bakteríur í nefkoki. Martha Ásdís Hjálmarsdóttir, lektor við Læknadeild. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Tímarit lífeindafræðinga. (2007). Skýrsla stjórnar FL fyrir starfsárið 2006 – 2007, flutt á aðalfundi 14. apríl 2007[óvirkur tengill]. Tímarit lífeindafræðinga, 2(1), 33-35. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Martha Ásdís Hjálmarsdóttir. (2006). Menntun í lífeindafræði[óvirkur tengill]. Tímarit lífeindafræðinga, 1(1), 37-39.
- ↑ Háskóli Íslands. (2019). Rúmlega 20 fá framgang í starfi. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2016). Martha hlaut heiðursverðlaun lífeindafræðinga. Sótt 16. september 2019.
- ↑ ORCID. Martha Ásdís Hjálmarsdóttir. Sótt 16. september 2019.
- ↑ PubMed. Hjálmarsdóttir, MÁ. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Félag lífeindafræðinga Geymt 5 mars 2021 í Wayback Machine.
- ↑ Bandalag háskólamanna.
- ↑ Mbl.is. (1996, 2. apríl). Martha Á. Hjálmarsdóttir kosin formaður BHM. Réttindamál voru stærstu mál á aðalfundi BHM. Sótt 16. september 2019.
- ↑ IFBLS Geymt 30 október 2020 í Wayback Machine.
- ↑ Háskóli Íslands. (2016). Martha hlaut heiðursverðlaun lífeindafræðinga. Sótt 16. september 2019.
- ↑ University of Iceland. Biomedical Center. (2016). Martha Á. Hjálmarsdóttir doktor í líf- og læknavísindum[óvirkur tengill]. Sótt 16. september 2019.