Kellogg Company
(Endurbeint frá Kellogg's)
Kellogg Company (stundum nefnt Kellogg's eða Kellogg) er bandarískt fjölþjóðafyrirtæki sem aðallega framleiðir matvöru úr korni. Fyrirtækið var stofnað af Will Keith Kellogg árið 1906 og varð fljótlega þekkt fyrir framleiðslu á ristuðum maísflögum, Kellogg's Corn Flakes. Fyrirtækið á og rekur fjölda annarra vörumerkja eins og Pringles, Special K og Nutri-Grain. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Battle Creek, Michigan.
Fyrirtækið er skráð í Kauphöllina í New York.